klára endurhæfingu
Sunnudagur, 30.8.2015
Nú er ég að fara aftur á Heilsuhælið í Hveragerði var fjórar vikur í mars og er að klára tvær vikur sem ég á eftir. Ég þarf að nota vel tímann í sund, mjóbaksæfingum og það sem sjúkraþjálfarinn minn getur hjálpað mér með. Þetta er mikil barátta við slitgigt og brjóskeyðingu. Ég var rétt um fimmtugt þegar þetta byrjaði og hef farið í eina brjósklosaðgerð hjá Boga Jónsyni og nokkrum sinnum verið hjá Jósep Blöndal í Stykkishólmi. Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur gert mikið sjálfur með réttum æfingum slökun og hollu mataræði.
Bloggar | Breytt 29.10.2015 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hlusta á þessa í bílnum !
Laugardagur, 27.9.2014
Bloggar | Breytt 29.10.2015 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.júní
Mánudagur, 23.6.2014
Svo langt síðan ég hef skrifað hér á blogginu. Í gær áttum við hjónin 40 ára brúðkaupsafmæli sem kallað er rúbín og höfum búið saman í 44 ár. Fengum afkomendur okkar í kaffi alla nema yngri soninn sem er að vinna erlendis. Við fórum í mjög skemtilega ferð til Washington með hópi vina í byrjun maí og sáum það merkasta í Washington og Philadelfía.
Læt nokkrar myndir fylgja hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jólin
Miðvikudagur, 25.12.2013
Við hjónin áttum yndislegt aðfangadagkvöld með eldri syni mínum og fjölskyldu hans. Ég fékk þessar fínu bækur Dísi sögu, bókina um Jónínu og Jóhönnu sem sonardóttir mín var svo hugulsöm að láta árita handa ömmu og Trölla sögu eftir næst yngsta barnabarnið og síðast en ekki sísit tvær geitur sem koma sér vel fyrir fátækar fjölskyldur í Uganda og Malaví. Í dag er ég að sjóða hangikjöt, rauðkál , lesa , tölvast í innigalla. Á morgunn koma svo öll börnin mín stór og smá í árlega jólaboð. Eldri sonur minn fæddist 27 .desember og það hittist þannig á að við förum öll á jólaball hjá félagsskap bóndans. Mikið er ég lánsöm að eiga svona fína syni , tengda og barnsmæður og barnabörn frá 3 - 16 ára .
GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR NÆR OG FJÆR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
barnæska
Sunnudagur, 10.11.2013
Nú er ég að fara í gegn um mjög gamlar myndir sem við hjón eigum sumt af þessu fólki kunnum við ekki deili á og fara þær til Bygðarsafnsin. Svo eru fjölskyldumyndir sem ekki hafa komist í albúm og ætla ég að ráða bót á því og gefa nokkrar til aðstandenda.
Meðan ég skoða þessar myndir rifjast margt upp fyrir mér og hvílikar breytingar og framfarir hafa átt sér stað frá því við hjónin vorum börn. Tengdaforeldrar mínir voru fædd 1903 og 1909. Foreldrar mínir 1932. Ég er fædd 1950 og bóndi minn 1944.
Maðurinn minn átti eina systir 7 árum eldri, þau ólust upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði við mikla ást og umhyggju. Móðir hans var heimavinnandi og faðir hans lögregluþjónn. Á sumrin var hann í sveit hjá Karólínu móðurömmu sinni sem var fædd 1881 og ólst upp í torfbæ með hlóðaeldhúsi á Brettingsstöðum á Flateyjardal. Þegar bóndi minn var hjá henni og móðurbræðrum sínum á sumrin voru þau búin að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús að Fitjum. Þar var kolaeldavél og öll matvara unnin á gamla mátann. Bóndi minn lærði frá 8 ára aldri að sjá um t.d að skilja mjólkina, strokka rjómann og þrífa öll áhöld, handhræra í allar kökur fyrir ömmu sína fyrir messudaga í Fitjakirkju. Hann hugsaði um skepnurnar og fór í sendiferðir yfir hálsinn milli Skorradals og Lundareykadals. Hann á mjög góðar minningar frá dvölinni í sveitinni og lærði þar margt sem hefur nýtst honum á lífsleiðinni.
Foreldrar mínir voru mjög ung þegar þau eignuðust okkur þrjú alsystkinin á fimm árum og skildu þegar ég var 7 ára. Fðir minn lést af slysförum þegar ég var 11 ára. Mamma var einstæð með okkur þrjú og vann allann daginn á Barnaheimili og hafði tvö yngri systkini mín með sér en mér var treyst til að vera ein heima eftir skóla og á sumrin allann daginn. Móðuramma Lóa bjó rétt hjá og gat ég farið til hennar og á Barnaheimilið í mat og kaffi. Við bjuggum í Gamlabarnaskólanum sem Hafnarfjarðarbær átti en mamma var svo stolt að hún vildi alltaf borga húsaleigu. Þar var rennandi kalt vatn ekkert bað og soðið vatn í potti og notast var við járnbala í eldhúsinu. Sundlaugin kom sér þá vel og stöku sinnum fengum við að nota baðkarið hjá Áslaugu langömmu á Brunnstíg 1. Það var ekki ískápur en samt tókst mömmu að búa til ís fyrir jólin með því að þekja ílátið með snjó eða salti. Mamma tók slátur og leigði frystiklefa hjá bænum. Ekki höfðum við síma og áttum ekki bíl. Þetta var mjög einfalt líf og útgjaldaliðir voru húsaleiga, rafmagn, kol, matur. Allann fatnað saumaði mamma og prjónaði á okkur og stundum fékk hún sent efni og fínerí frá langömmusystur okkar sem var saumadama í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og stundum saumaði hún upp úr fötum sem henni voru gefin, hún fékk líka gefins fínustu léreftspoka undan hveiti hjá Ásmundi bakara sem var við hliðina á Gamla skólanum og hún töfraði úr því fínustu sængurföt. Svo var bærinn svo lítill í þá daga og í Gamla skólanum bjó sama fólkið tímann alveg yndislegt fólk og samheldnin var mikil .
Dægurmál | Breytt 31.8.2015 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
aðeins að kíkja á bloggið
Fimmtudagur, 29.8.2013
Dægurmál | Breytt 23.6.2014 kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
kominn lestrar tími
Föstudagur, 2.11.2012
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)