kominn lestrar tími

Þegar haustar fer ég að kúra mig mikið og les bækur. Ég á mikið bókasafn sem við hjón höfum sankað að okkur í 43. ára búskap. Við erfðum  bókasafn tendaforeldra minna sem voru mikið bókafólk og í því safni eru gersemar eins og íslendingasögur og fyrstu bækur Laxnes í fallegu leðurbandi. Stjúpfaðir minn átti líka mikið af bókum sem ég erfði hluta af. Svo fer ég í Bókasafnið í mínum bæ þegar ég er ekki að lesa sömu bækur aftur. En sem sagt nú er ég nýbúin að lesa Íslenski draumurinn eftir Guðmund Andra Thorsson og stefni nú að því að lesa fleiri bækur eftir hann. Nú er ég að lesa Brasilíufararnir skrifuð af einum af fjórmenningunum sem þangað fóru 1855. Tók reyndar eina bók sem heitir Fgraðu líf þitt sem er leiðarvísir að góðum degi veit ekki nema ég bara rétt gluggi í hana.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Njóttu lestrar í vetur Áslaug mín, ekkert er notalegra en að kúra inni með góða bók eða handavinnu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2012 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband