jólin

Við hjónin áttum yndislegt aðfangadagkvöld með eldri syni mínum og fjölskyldu hans.  Ég fékk þessar fínu bækur Dísi sögu, bókina um Jónínu og Jóhönnu sem sonardóttir mín var svo hugulsöm að láta árita handa ömmu og Trölla sögu eftir næst yngsta barnabarnið og síðast en ekki sísit tvær geitur sem koma sér vel fyrir fátækar fjölskyldur í Uganda og Malaví.  Í dag er ég að sjóða hangikjöt, rauðkál , lesa , tölvast  í innigalla. Á morgunn koma svo öll börnin mín stór og smá í árlega jólaboð. Eldri sonur minn fæddist 27 .desember og það hittist þannig á að við förum öll á jólaball hjá félagsskap bóndans. Mikið er ég lánsöm að eiga svona fína syni , tengda og barnsmæður  og barnabörn frá 3 - 16 ára .

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR NÆR OG FJÆR  

 

 

 

IMG_4745IMG_4740


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband