Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

klára endurhæfingu

Nú er ég að fara aftur á Heilsuhælið í Hveragerði var fjórar vikur í mars og er að klára tvær vikur sem ég á eftir. Ég þarf að nota vel tímann í sund, mjóbaksæfingum og það sem sjúkraþjálfarinn minn getur hjálpað mér með. Þetta er mikil barátta við slitgigt og brjóskeyðingu. Ég var rétt um fimmtugt þegar þetta byrjaði og hef farið í eina brjósklosaðgerð hjá Boga Jónsyni og nokkrum sinnum verið hjá Jósep Blöndal í Stykkishólmi. Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur gert mikið sjálfur með réttum æfingum slökun og hollu mataræði. 

 

 

 

  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband