Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013
barnćska
Sunnudagur, 10.11.2013
Nú er ég ađ fara í gegn um mjög gamlar myndir sem viđ hjón eigum sumt af ţessu fólki kunnum viđ ekki deili á og fara ţćr til Bygđarsafnsin. Svo eru fjölskyldumyndir sem ekki hafa komist í albúm og ćtla ég ađ ráđa bót á ţví og gefa nokkrar til ađstandenda.
Međan ég skođa ţessar myndir rifjast margt upp fyrir mér og hvílikar breytingar og framfarir hafa átt sér stađ frá ţví viđ hjónin vorum börn. Tengdaforeldrar mínir voru fćdd 1903 og 1909. Foreldrar mínir 1932. Ég er fćdd 1950 og bóndi minn 1944.
Mađurinn minn átti eina systir 7 árum eldri, ţau ólust upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirđi viđ mikla ást og umhyggju. Móđir hans var heimavinnandi og fađir hans lögregluţjónn. Á sumrin var hann í sveit hjá Karólínu móđurömmu sinni sem var fćdd 1881 og ólst upp í torfbć međ hlóđaeldhúsi á Brettingsstöđum á Flateyjardal. Ţegar bóndi minn var hjá henni og móđurbrćđrum sínum á sumrin voru ţau búin ađ byggja veglegt steinsteypt íbúđarhús ađ Fitjum. Ţar var kolaeldavél og öll matvara unnin á gamla mátann. Bóndi minn lćrđi frá 8 ára aldri ađ sjá um t.d ađ skilja mjólkina, strokka rjómann og ţrífa öll áhöld, handhrćra í allar kökur fyrir ömmu sína fyrir messudaga í Fitjakirkju. Hann hugsađi um skepnurnar og fór í sendiferđir yfir hálsinn milli Skorradals og Lundareykadals. Hann á mjög góđar minningar frá dvölinni í sveitinni og lćrđi ţar margt sem hefur nýtst honum á lífsleiđinni.
Foreldrar mínir voru mjög ung ţegar ţau eignuđust okkur ţrjú alsystkinin á fimm árum og skildu ţegar ég var 7 ára. Fđir minn lést af slysförum ţegar ég var 11 ára. Mamma var einstćđ međ okkur ţrjú og vann allann daginn á Barnaheimili og hafđi tvö yngri systkini mín međ sér en mér var treyst til ađ vera ein heima eftir skóla og á sumrin allann daginn. Móđuramma Lóa bjó rétt hjá og gat ég fariđ til hennar og á Barnaheimiliđ í mat og kaffi. Viđ bjuggum í Gamlabarnaskólanum sem Hafnarfjarđarbćr átti en mamma var svo stolt ađ hún vildi alltaf borga húsaleigu. Ţar var rennandi kalt vatn ekkert bađ og sođiđ vatn í potti og notast var viđ járnbala í eldhúsinu. Sundlaugin kom sér ţá vel og stöku sinnum fengum viđ ađ nota bađkariđ hjá Áslaugu langömmu á Brunnstíg 1. Ţađ var ekki ískápur en samt tókst mömmu ađ búa til ís fyrir jólin međ ţví ađ ţekja ílátiđ međ snjó eđa salti. Mamma tók slátur og leigđi frystiklefa hjá bćnum. Ekki höfđum viđ síma og áttum ekki bíl. Ţetta var mjög einfalt líf og útgjaldaliđir voru húsaleiga, rafmagn, kol, matur. Allann fatnađ saumađi mamma og prjónađi á okkur og stundum fékk hún sent efni og fínerí frá langömmusystur okkar sem var saumadama í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og stundum saumađi hún upp úr fötum sem henni voru gefin, hún fékk líka gefins fínustu léreftspoka undan hveiti hjá Ásmundi bakara sem var viđ hliđina á Gamla skólanum og hún töfrađi úr ţví fínustu sćngurföt. Svo var bćrinn svo lítill í ţá daga og í Gamla skólanum bjó sama fólkiđ tímann alveg yndislegt fólk og samheldnin var mikil .
Dćgurmál | Breytt 31.8.2015 kl. 13:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)